Fara í efni

Reglur um styrki til verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202111090

Vakta málsnúmer

Samráðshópur Múlaþings um málefni fatlaðs fólks - 2. fundur - 25.11.2021

Eftirfarandi tillaga lögð fram: Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks leggur til við fjölskylduráð að fyrirliggjandi drög að reglum verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingum.


Fjölskylduráð Múlaþings - 33. fundur - 26.11.2021

Teknar eru til umfjöllunar drög að reglum um styrki til verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá Múlaþingi. Fjölskylduráð samþykkir framlögð drög samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 19. fundur - 12.01.2022

Fyrir lá bókun frá fjölskylduráði, dags. 26.11.2021, þar sem framlögð drög að reglum um styrki til verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá Múlaþingi voru samþykktar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs þar sem framlögð drög að reglum um styrki til verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá Múlaþingi voru samþykktar á fundi dags. 26.11.2021 og felur félagsmálastjóra að sjá til þess að koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?