2504. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar
Miðvikudaginn 01.04. 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista.
Hildur Þórisdóttir L-lista.
Elvar Snær Kristjánsson D – lista.
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B - lista.
Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.
Fundargerð var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Ársreikningur sveitarfélagsins 2019 – fyrri umræða. Undir þessum lið kemur Sigurður Álfgeir Sigurðsson og fer yfir ársreikninga sveitarfélagsins.
Lögð fram drög að ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2019 fyrir fyrirtæki, sjóði og stofnanir kaupstaðarins – trúnaðarmál. Sigurður Álfgeir fór yfir helstu niðurstöður og skýringar.
Bæjarráð samþykkir drögin og leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir ársreikning 2019 til síðari umræðu.“
Sigurður víkur af fundi kl. 17:55.
2. Fundargerðir:
2.1. Umhverfisnefnd frá 30.03.2020
Varðandi lið nr. 2 í fundargerð. Auglýsing um umferð í Seyðisfjarðakaupstað
Bæjarráð hefur farið yfir fyrirliggjandi drög að auglýsingu um umferð í Seyðisfjarðarkaupstað. Umhverfisnefnd lagði til fjölgun á gangbrautum auk breytingar á gatnamótum Múlavegar og Botnahlíðar, að Múlavegur eigi forgang.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn samþykkir að senda auglýsingu til birtingar og kynningar fyrir bæjarbúum.“
Varðandi lið nr. 3 í fundargerð. Við Lónið – Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.
Beiðni um umsögn frá sýslumanni vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði, og skemmtanahald. Gistileyfi í flokki II. Stærra gistiheimili. Gestafjöldi: 18. Umsækjandi er Við Lónið ehf. Kt. 590515-1080. Starfstöð: Norðurgötu 8, 710 Seyðisfirði. Fasteignanúmer 216-8704. Heiti: Við Lónið Guesthouse. Forsvarsmaður: Margrét Guðjónsdóttir kt. 141281-5179. Landnotkun er í samræmi við aðalskipulag. Lokaúttekt hefur farið fram. Umsögn Heilbrigðisnefndar Austurlands liggur fyrir og er jákvæð. Umsögn Brunavarna Austurlands liggur fyrir og er jákvæð.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
„Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði, og skemmtanahald. Gistileyfi í flokki II. Stærra gistiheimili. Gestafjöldi: 18. Umsækjandi er Við Lónið ehf. Kt. 590515-1080.“
Varðandi lið nr. 7 í fundargerðinni. Óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Erindi frá skipulagsfulltrúa varðandi deiliskipulagsbreytingu vegna lóðar við Búðarleiru 6. Breytingin fellst í uppskiptingu lóðarinnar 2,4 og 6. Stærð lóðarinnar er 4921 m2 en lóð númer 6 verður stök og 1.000 m2 að flatarmáli. Umhverfisnefnd metur sem svo að smávægileg breyting á deiliskipulagi eins og þessi kalli ekki á grenndarkynningu.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn fellur frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010“
Tillaga borin undir atkvæði, Hildur og Rúnar greiða með en Elvar Snær er á móti og gerir grein fyrir atkvæði sínu.
Undirritaður getur ekki greitt atkvæði með tillögu umhverfisnefndar í lið 7 í fundargerð frá 30. mars þar sem 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um að þurfi að fara í grenndarkynningu sé um óverulegar breytingar á skipulagi að ræða.
Elvar Snær Kristjánsson
Fundargerð er samþykkt
3. Samstarf sveitarfélaga:
3.1. Yfirkjörstjórn sameinaðs sveitarfélags – 26.03.2020 – frestun kosninga
Lagt fram til kynningar
4. Erindi:
4.1. KPMG – 30.03.2020 – Sveitarfélög á óvissutímum
Lagt fram til kynningar.
4.2. Sveitastjórn Árneshrepps – 25.03.2020 – Leitað leyfis landeiganda.
Lagt fram til kynningar.
5.COVID-19:
5.1. Viðspyrna Seyðisfjarðarkaupstaðar – listi yfir verkefni á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins.
Umræða um listann og bæjarfulltrúar hvattir til að senda inn hugmyndir að forgangsröðun verkefna til bæjarstjóra. Málið áfram í vinnslu.
5.2. Viðspyrna - Tillögur að leiðréttingum gjalda ofl. aðgerða Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna COVID-19.
Bæjarráð samþykkir að fresta tveimur eindögum fasteignagjalda einstaklinga og fyrirtækja, apríl og maí og að gjöld verði leiðrétt samkvæmt skertri þjónustu í leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Einnig að framlengt verði í árskortum í íþróttahúsi, bókasafni og sundhöll í samræmi við skerta þjónustu.
5.3. Samband ísl. sveitarfélaga – 30.03.2020 – Sveitarstjórnir fá 30 daga frest til að skila ársreikningum.
Ekki er þörf á að nýta þetta ákvæði fyrir Seyðisfjarðarkaupstað nema eitthvað óvænt komi uppá. Samkvæmt áætlun mun ársreikningur verða afgreiddur til síðari umræðu 8. apríl n.k.
5.4. Fjáraukalög 2020.
Framlag ríkisvaldsins á tímum COVID-19 er mikilvægt, bæjarráð mun halda áfram að koma sínum verkefnum á framfæri við stjórnvöld eins og kostur er.
5.5. Sambandið – 31.03.2020 – Aðgerðaáætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir ísl. Atvinnulíf og heimili – COVID-19
Bæjarráð þakkar Sambandinu fyrir sitt innlegg í faglegri vinnu fyrir sveitarfélögin á þessum erfiðu tímum. Bæjarstjóri hefur unnið með Austurbrú og öðrum sveitarstjórnarmönnum á Austurlandi að því að koma upplýsingum um stöðu verkefna sem falla að aðgerðaáætlun til Sambandsins.
6. Gamla ríkið.
Þau ánægjulegu tíðindi bárust frá Fjármálaráðherra og forseta Alþingis í lok síðustu viku að endurbætur á „Gamla ríkinu“ væru á aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna COVID-19. og að Minjavernd myndi stýra verkinu sem hefjast mun í sumar.
7. Félagsheimilið Herðubreið – úttektarskýrsla á ytra byrði.
Fyrir liggur úttektarskýrsla og kostnaðaráætlun frá Verkgæði ehf á ytra byrði félagsheimilisins Herðubreiðar. Ljóst er að húsið er mjög illa farið og að verkefnið er umfangsmikið og kostnaðarsamt. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kanna leiðir til þess að skipta verkefninu upp í áfanga þannig að hægt verði að hefjast handa við viðgerðir á elsta hluta hússins sem fyrst.
Fundi slitið kl. 19.01
Fundargerð er á 4 bls.