2484. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 25. september 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson L –lista, formaður,
Hildur Þórisdóttir L-lista,
Elvar Snær Kristjánsson D – lista,
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Snjómokstur
Gunnlaugur Friðjónsson mætir í upphafi fundar, kl. 16:00 til þess að fara yfir snjómokstursmál með bæjarráðsmönnum.
Umræða um snjómoksturskort sem er í gildi, bæjarverkstjóra falið að leiðrétta það í samræmi við umræður á fundinum.
Gunnlaugur vék af fundi kl. 16:46
2. Fundargerð velferðarnefndar frá 19.09.2019
Fundargerð samþykkt.
3. Erindi:
3.1. Samband íslenskra sveitarfélaga – 17.09.2019 – Massiv motstand mot vindkraft i Norge – kommunal – rapport.no.
Lagt fram til kynningar.
3.2. Samband íslenskra sveitarfélaga – 23.09.2019 – Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019.
AMÍ fulltrúa falið að vinna málið áfram með ungmennaráði.
3.3. Eva Jónudóttir – 17.09.2019 – Varðandi gjaldskrá líkamsræktar
Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
4. Samstarf sveitarfélaga:
4.1. SSA – 31.08.2019 – undirbúningur vegna ályktana á haustþingi SSA 2019
Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar leggur áherslu á að eftirfarandi málefnum verði áfram haldið á lofti:
- Samgöngumál – Skoska leiðin og tímasetning Fjarðarheiðarganga.
- Aðstaða fyrir lögreglu á Seyðisfirði.
- Sýslumannsembættin og efling þeirra.
- Ofanflóðavarnir.
- Ferðaþjónusta og auknir tekjustofnar til innviðauppbyggingar.
- Sjávarútvegur.
- Nýsköpun og háskólastarfsemi.
- Umhverfismál – að mótuð verði heildstæð stefna í málaflokknum fyrir fjórðunginn.
- Heilbrigðismál.
5. Deiliskipulag - stöðuyfirlit frá byggingarfulltrúa
Farið var yfir minnisblað byggingarfulltrúa og stöðu mála.
6. Staða verkefna sem unnin eru í samvinnu við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á Seyðisfirði
Farið yfir stöðu mála og lögð áhersla á að stígurinn við Búðarárfoss verði kláraður að fullu samkvæmt verklýsingu.
7. Fjármál
Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.
Fundi slitið kl. 18:00.