2462. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar
Fimmtudaginn 14. mars 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hildur Þórisdóttir L – lista sem stýrir fundi í fjarveru formanns
Þórunn Hrund Óladóttir í fjarveru Rúnars Gunnarssonar L - lista
Skúli Vignisson í fjarveru Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B-lista
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri
Fundargerð var færð í tölvu.
1. Ráðning forstöðumanns bókasafns Seyðisfjarðar
Þrjár umsóknir bárust um starf forstöðumanns bókasafns Seyðisfjarðar. Öllum umsækjendum var boðið í viðtal fimmtudaginn 7. mars 2019. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka og eftir stóðu umsóknir frá Ásu Kristínu Árnadóttur hársnyrti og Soniu Stefánsson bókara. Enginn af umsækjendum uppfylla skilyrði um háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræðum. Að mati bæjarráðs uppfyllir Sonia Stefánsson best önnur ákvæði sem fram komu í auglýsingu um starfið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Soniu Stefánsson starfið.
Fundi slitið kl. 17:11.