Fundargerð 2415. fundar í bæjarráði Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 29.11.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00.
Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Erindi:
1.1. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 20.11.17. Eftirlitsskýrsla 2017 vegna Seyðisfjarðarskóla.
Lögð fram til kynningar.
1.2. Heilbrigðisstofnun Austurlands 27.11.17. Fjárhagsáætlun HSA fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.
2. Samstarf sveitarfélaga:
2.1. Fundargerð 3. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Lögð fram til kynningar.
3. Fjárhagsáætlun 2018.
Farið yfir ýmis atriði varðandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Áfram í vinnslu.
4. Verndarsvæði í byggð.
Með hliðsjón af umfjöllun í bæjarstjórn 15. nóvember s.l. samþykkir bæjarráð að leggja inn umsókn til Minjastofnunar Íslands um framlag til 2. áfanga í Verndarsvæði í byggð – Seyðisfjörður.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:42.