2411. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 1.11.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 9:30.
Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
1. Erindi:
1.1. Herðubreið 25.10.17. Beiðni um afnot af bifreið.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
2. Fjárhagsáætlun 2018.
2.1. Atvinnu-, menningar- og íþróttamál.
Á fundinn undir þessum lið mætti Dagný atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi. Dagný fór yfir starfsemi á málasviðum 2017 og ýmis atriði er varða fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2018.
2.2. Áhaldahús og tengd starfsemi.
Á fundinn undir þessum lið mætti Gunnlaugur Friðjónsson bæjarverkstjóri. Gunnlaugur fór ítarlega yfir stöðu verkefna sem unnið hefur verið að á árinu 2017 og áherslur vegna fjárheimilda í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:55.