2378. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 30.11.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Erindi:
1.1. Samorka 24.11.16. Ósk eftir tilnefningum til menntaverðlauna atvinnulífsins.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar.
1.2. LungA 27.11.16. Stuðningur við LungA – Listahátíð ungs fólks á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
1.3. Sýslumaðurinn á Austurlandi 28.11.16. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til gistingar á starfsstöðinni Botnahlíð 33.
Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar frá 31.10.16, dagskrárliður nr. 2 í fundargerð samþykkir bæjarráð að leggja eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að umsókn um leyfi til sölu gistingar í gistiskála/sumarhúsi að Botnahlíð 33 samræmist ekki skipulagsskilmálum á svæðinu telur bæjarstjórn ekki unnt að fallast á umsóknina og synjar henni fyrir sitt leyti“.
2. Fjármál 2016.
Lögð fram tillaga frá bæjarverkstjóra um kaup á sanddreifara á dráttarvél til hálkuvarna.
Bæjarráð samþykkir að heimila kaupin samkvæmt fyrirliggjandi tilboði.
3. Herðubreið viðræður við tilboðsgjafa.
Á fundinn undir þessum lið mættu Lasse Hogenhof og Sesselja Hlín Jónasardóttir fyrir hönd tilboðsgjafa. Farið yfir samningsforsendur og málið áfram í vinnslu.
4. Liður 5 frá 2377 fundi bæjarráðs. Strenglagning um Brekkugjá. Beiðni um umsögn.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 21. október 2016 þar sem í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum, er óskað eftir umsögn um strenglögn um Brekkugjá milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Óskað er umsagnar á því hvort og á hvaða forsendum framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Einnig lögð fram tilkynning frá RARIK ohf. um framkvæmd við strenglagningu efst í Austdal.
Bæjarráð telur að framkvæmdin sé ekki umhverfismatsskyld. Gerð er krafa um að gætt verði að því að lágmarka röskun við lagningu strengsins sem og mögulega viðgerðir á slóða að verkstað til að koma í veg fyrir spjöll á landi vegna utanvegaaksturs, samanber samkomulag við landeigendur í Austdal samkvæmt lið 2.2 í tilkynningu RARIK ohf.
5. Fjárhagsáætlun 2017.
Umfjöllun um forsendur áætlunarinnar og uppfærslu fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:37.