Fundur ferða- og menningarnefndar 9. janúar 2020
Boðað var til fundar ferða- og menningarnefndar fimmtudaginn 9. janúar 2020 klukkan 16:00 í fundarsal bæjarskrifstofu.
Mætt:
Tinna Guðmundsdóttir
Oddný Björk Daníelsdóttir
Arnbjörg Sveinsdóttir
Ólafur Pétursson, í fjarveru Bóasar Eðvaldssonar
Jónína Brá Árnadóttir, sem starfar með nefndinni
Boðuð forföll:
Bóas Eðvaldsson frá ferðaþjónustu
Hjalti Þór Bergsson áheyrnafulltrúi
Fundur hófst kl: 16:05
Dagskrá:
1. Miðstöð menningarfræða
„Ferða- og menningarnefnd leggur til að bæjarstjórn heimili atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar að kalla til aðila MMFræ samkvæmt ábyrgðaraðildarsamningi við Austurbrú og mögulega aðra hagsmunaaðila til að fara yfir drög frá 9. mars 2015: Miðstöð menningarfræða – hlutverk, starfsemi, skipulag með það að leiðarljósi að efla starfsemi MMFræ og skerpa á verkefnum.“
Greinagerð:
Ferða- og menningarnefnd telur að nú sé tækifæri til þess að endurmeta hlutverk MMFræ, fyrirkomulag verkefna og umsýslu, m.a. að skoða þann möguleika á að taka verkefnið heim í hérað. Nefndin telur að MMFræ geti gegnt lykilhlutverki í seyðfirsku menningarlífi og veitt mikilvæga aðstoð við hlutaðeigandi aðila. Nauðsynlegt er að huga að mikilvægi þess í sameinuðu sveitarfélagi.
Athuga þarf hvort að því fjármagni sem fylgir verkefninu frá hinu opinbera sé betur varið með þessu fyrirkomulagi.
Mikilvægt er að farið verið í þessa vinnu strax og að ábyrgðaraðili verði skipaður til að fylgja þessu eftir.
2. Upplýsingamiðstöð
„Ferða- og menningarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að fulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar í stjórn Austurbrúar upplýsi um fyrirætlanir Austrubrúar um notkun fjármagns sem hefur þar til nú runnið til reksturs Upplýsingamiðstöðvarinnar á Seyðisfirði.“
3. Fjárhagsáætlun og rammi 2020
„Ferða- og menningarnefnd óskar eftir nánari útskýringum frá bæjarráði á því afhverju deild 0585 - Lunga hátíð er bókuð í gegnum bókhald kaupstaðarins.
Nefndin lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skuli vera hækkun á styrkjum til menningarstarfs.“
Fundi slitið kl. 17:52.