Fundur í ferða- og menningarnefnd
Boðað var til fundar mánudaginn 5.febrúar 2018 kl. 16:00 á Bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 44.
Mætt: Hjalti Bergsson, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir sem ritar fundargerð, Ólafía María Gísladóttir í fjarveru Sigrúnar Ólafsdóttur og Jónína Brá Árnadóttir, sem starfar með nefnd.
Boðuð forföll: Sigrún Ólafsdóttir og Arnbjörg Sveinsdóttir.
Dagskrá
1. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.
Lagt fram til kynningar.
2. Möguleikar á samstarfi tjaldsvæðis og sundhallar Seyðisfjarðarkaupstaðar yfir háönn.
Undanfarin ár hefur skapast vandasamt ástand á tjaldsvæðinu. Yfir sumartímann, sérstaklega á álagstímum á þriðjudögum og miðvikudögum, annar sturtuaðstaða ekki eftirspurn. Ferða- og menningarmálanefnd leggur til að kanna möguleika á að bjóða ferðamönnum upp á að kaupa aðgang að sturtuaðstöðu í Sundhöllinni eða Íþróttamiðstöðinni. Nefndin beinir þessu erindi til velferðanefndar með ósk um úrlausn fyrir næsta sumar í samvinnu við atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa ásamt forstöðumönnum.
Fundi slitið: 17:03.