Fundur í ferða- og menningarnefnd
Boðað var til fundar mánudaginn 15.janúar 2018 kl. 16:00 á Bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 44.
Mætt: Hjalti Bergsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Davíð Kristinsson, Sigrún Ólafsdóttir, Tinna Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð og Jónína Brá Árnadóttir, sem starfar með nefnd.
Dagskrá
1. Héraðsskjalasafn
Lagt fram til kynningar.
2. Í skugga valdsins
Nefndin mælir sterklega með því að tekin verði upp stefna og viðbragsáætlun um einelti, ofbeldi, kynferðislega og kynbundna áreitni Sambands íslenskra sveitafélaga innan Seyðisfjarðarkaupstaðar. Eins má bæta við í gr. 29 í starfsmannastefnu kaupstaðarins hugtakinu „kynbundin áreitni“.
3. Bókasafn Seyðisfjarðar
Atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi greinir frá því að verið sé að móta stefnu fyrir bókasafnið innan Seyðisfjarðarskóla sem verður kynnt fyrir nefndinni á komandi misserum.
4. Fundur menningarstofnana og viðburða á Seyðisfirði
Jónína og Tinna segja frá helstu atriðum sem komu fram á fundinum og fundargerð lögð fram til kynningar. Mjög góð mæting og áhugavert samtal. Næsti fundur er áætlaður í byrjun mars.
5. Stefnumótun
Nefndin telur mikilvægt að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi, ásamt Dagnýju Ómarsdóttur, vinni að því að klára stefnumótun annarsvegar fyrir menningu og hinsvegar fyrir ferðaþjónustu Seyðisfjarðar og kynni fyrir nefndinni með vorinu.
6. Afleiðingar fyrir ferðaþjónustu í kjölfar slæms veðurfars
Nefndin telur mikilvægt að til séu upplýsingar um verklagsreglur varðandi inn- og útritun farþega í Norrænu í slæmu veðurfari. Jónína mun senda fyrirspurn til tollþjónustunnar og upplýsa nefndina.
Fundi slitið, 18:00.