Fundur í ferða- og menningarnefnd
Boðað var til fundar mánudaginn 4. desember kl. 16:15 á Bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 44.
Mætt á fundinn: Hjalti Bergsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir, sem ritaði fundargerð, Sigrún Ólafsdóttir og Dagný Erla Ómarsdóttir.
Dagskrá:
- Menningarmál : Nefndin leggur til að kalla saman fulltrúa stærstu menningarfyrirbæra á Seyðisfirði snemma á næsta ári til að efna til samtals og gera stöðuúttekt á menningarmálum sem yrði svo kynnt fyrir nefndinni.
- Umsókn í Uppbyggingarsjóð- Umboðsmaður náttúrunnar: Nefndin er mjög hlynnt átaksverkefninu og fyrirætlunum um að sækja um í atvinnu-og nýsköpunarhluta Uppbyggingarsjóðs.
- Starfsmannamál : Rúnar Gunnarsson er hættur í upplýsingamiðstöðinni og verið er að auglýsa starfið hans. Jónína kemur aftur í janúar og munu hún og Dagný vinna saman fram á vor, þegar Jónína fer í fæðingarorlof.
- Vetrarfundur ferðaþjónustunnar: Dagný kynnir helstu umfjöllunarefni fundarins. Það var ágætis mæting , mjög áhugavert innlegg frá ungu kynslóðinni.
- Næsti fundur: 8. janúar 2018
Fundi slitið kl. 17:40.