Ferða- og menningarnefnd
Boðað var til fundar mánudaginn 20. sept kl. 16:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hafnargötu 44.
Mættir: Arnbjörg Sveinsdóttir, Davíð Kristinsson, Ólafía María Gísladóttir, Pétur Kristjánsson, Liv Wathne, Helgi Th Hauksson, Tinna Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð og Vilhjálmur Jónsson.
Boðuð forföll: Sigrún Ólafsdóttir.
1. Stofnun norsk-íslensk sögusafns á Seyðisfirði.
Liv Wathne og Helgi Th Hauksson kynntu fyrir ferða- og menningarmálanefnd hugmyndir í sambandi við stofnun á norsk-íslensku sögusafni á Seyðisfirði, undir nafninu Wathnesafnið. Gestirnir sögðu frá tilurð hugmyndarinnar og helstu forsendum fyrir stofnun safns í kringum arfleið og sögu Wathne ættarinnar í lok 19. aldar á Seyðisfirði.
Fundarmenn tóku vel í þessar hugmyndir og viðruð sú hugmynd að sögu kvenna sé veit sérstök athygli innan safnsins.
Í kjölfarið var ákveðið að Pétur Kristjánsson myndi bjóða gestunum í kynningarferð í Tækniminjasafnið, sem er einnig byggðasafn Seyðisfjarðar.
Aukinheldur voru Liv og Helgi beðin um skrifa ítarlegri greinargerð um tilgang, rekstrarlegar- og fjárhagslegar forsendur fyrir safninu og skila til nefndarinnar.
Fundi slitið: 17:50.