1. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Hefst fundurinn kl. 16:15
Fundinn sátu:
Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,
Guðjón Már Jónsson L-lista,
Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.
Unnar Sveinlaugsson, áheyrnafulltrúi B – lista. boðaði forföll.
Fundargerð ritaði hafnarstjóri.
Dagskrá:
1. Erindi:
1.1. Tækniminjasafn Austurlands 22. nóv. 2018 – Pétur Kristjánsson óskaði eftir fundi með Hafnarmálaráði vegna Angró. Pétur boðaður á fundinn kl. 16:15 undir þessum lið.
Pétur lagði fram gögn um eignarhald á Angró. Hafnarstjóra falið að kanna hvort einhver frekari gögn liggi fyrir hjá sveitarfélaginu eða öðrum aðilum varðandi eignarhaldið. Hafnarmálaráð kallar eftir frekari gögnum, s.s. framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna Angró.
1.2. Króli 20. desember 2018. Varðandi flotbryggju. Rúnar Gunnarsson boðaður á fundinn undir þessum lið og næsta kl. 16:45
Hafnarstjóra falið að fara yfir málið með Króla.
1.3. Köfunarþjónustan - Hallgrímur Ingólfsson frkv.stj 11.01.2019. Varðar viðgerð á Bjólfsbakka.
Hafnarstjóra falið að leita nánari upplýsinga og ræða við köfunarþjónustuna um málið.
1.4. Pétur Bolli Jóhannesson 18.12.2018 - 633 0119 Húsnæðismál lögreglustjórans á Austurlandi – Seyðisfirði.
„Lagt fram bréf frá Pétri Bolla Jóhannessyni varðandi húsnæðismál lögreglustjórans á Austurlandi – Seyðisfirði.
Hafnarmálaráð hefur áhuga á að taka upp viðræður um málið, en hugnast ekki sú tillaga sem lögð er til grundvallar.“
1.5. Efla – 5.12.2018 Landtenging á rafmagni fyrir Norrænu
Undir þessum lið víkur Guðjón Már af fundi kl. 18.32
Hafnarmálaráð samþykkir að undirbúa samning við Eflu um forvinnu á fýsileika landtengingar á rafmagni fyrir Norrænu. Með þeim fyrirvara að Norræna samþykki fyrir sitt leyti þátttöku í verkefninu.
2. Fundagerðir:
Hér mætir Guðjón aftur á fundinn kl. 18.43
2.1. Samband Íslenskra sveitarfélaga 30.11.2018 – Fundargerð 408. undar Hafnarsambands Íslands.
Lögðt fram til kynningar
2.2. Hafnarsamband Íslands30.11.2018 - Ályktun 41. Hafnarsambandsþings um öryggi í höfnum.
Lögð fram til kynningar.
2.3. Hafnarsamband Íslands30.11.2018 – Fundargerð 41. Þings Hafnasambands Íslands.
Lögð fram til kynningar.
3. Markaðsmál hafnarinnar – Hafnarstjóri fer yfir málið.
Málin rædd og áfram í vinnslu.
Fundi slitið kl 19.41.