Fundargerð 7. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2018
Mánudaginn 2. nóvember 2018 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Hefst fundurinn kl. 16:15.
Fundinn sátu:
Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,
Guðjón Már Jónsson L-lista,
Skúli Vignisson D- lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.
Unnar Sveinlaugsson, B – lista boðaði forföll.
Fundargerð ritaði hafnarstjóri.
Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr 10.
Gerðir fundarins:
1. Fundargerðir:
1.1. Fundargerð 406. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Lögð fram til kynningar.
2. Erindi:
2.1. Erindi frá Smyril Line varðandi lýsingu við Bjólfsbakka.
Hafnarstjóra er falið að fá verðhugmynd í úttekt og tillögu að lýsingarhönnun fyrir höfnina.
Rúnar Gunnarsson yfir hafnarvörður boðaður á fundinn vegna dagskrárliða 3,4, 5, 6 og 7.
3. Sala lausafjármuna, bifreið, hafnarskúr.
Yfirhafnarverði falið að annast sölu lausafjármuna.
4. Fjármál 2018 – Viðaukar
Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að leggja viðauka við fjárhagsáætlun fyrir næsta fund bæjarstjórnar vegna frávika sem orðin eru.
5. Öryggisstjórinn – verkefnaskýrsla og þjónustusamningur
Yfirhafnarverði falið að fylgja málinu eftir.
6. Hafnarreglugerð – endurskoðun. Málinu frestað til næsta fundar.
7. Gjaldskrá hafnarinnar – Umræður um gjaldskrá, áfram í vinnslu.
Hér vék Rúnar af fundi kl. 17:55, þá voru dagskrárliðir 1, 2 8, 9, 10 teknir fyrir.
8. Frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins vegna lögreglustöðvar.
Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
9. Greinagerð vegna Húsrýmisáætlunar á Seyðisfirði – Jens Hilmarsson - lögreglan á Austurlandi. Lögð fram til kynningar.
10. Greinagerð frá Skálanesi Lögð fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 18:31