9. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2017
Mánudaginn 6. nóvember 2017 kom hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Hófst fundurinn kl. 14:00.
Fundinn sátu: Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins.
Starfsmannamál – ráðning yfirhafnarvarðar Seyðisfjarðarhafnar.
Eftirfarandi tillaga borin upp. Hafnarmálaráð samþykkir að bjóða Agnari Sæmundssyni starf yfirhafnarvarðar Seyðisfjarðarhafnar. Það er mat hafnarmálaráðs að Agnar uppfylli í hlutlægu mati þá mikilvægustu þætti í kröfum sem gerðar voru til umsækjenda. Að mati hafnarmálaráðs leiða menntun, þekking, reynsla, leiðtogahæfileikar og samskiptahæfni Agnars til þess að hann er talinn vera hæfastur umsækjenda í starfið.
Tillagan samþykkt með tveimur greiddum atkvæðum.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 14:45.