Fara í efni

Hafnarmálaráð Seyðisfjarðar

13. fundur 03. september 2007

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 3. sept. kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Steinn, Kristjana, Ólafur og Jakob.

1.. Skýrsla sveitarstjóra
Meðal annars kom fram að sparkvöllurinn verður færður til samkvæmt ósk UMFB og verður staðsettur að nýju nú í vikunni og á þá að vera hægt að hefja framkvæmdir. Von er á tölum frá Jóhanni Sigurðssyni í jarðvegsskipti vegna stækkunar áhaldahúss. Framkvæmdum við rétt og vörsluhólf við Klyppsstað er að ljúka.SSA óskar eftir tilnefningum til menningarverðlauna,,Einstaklingar, félög og stofnanir skrásett á Austurlandi eiga rétt á að senda inn tilnefningar.....” frestur til að senda inn tilnefningar er 17. september.

Stjórn SSA fundaði á Borgarfirði í ágúst, oddviti og sveitastjóri hittu stjórnarmenn.

Bréf frá skipulagsstofnun varðandi Bakkaveg 10 enn vantar teikningar að fyrirhugaðri framkvæmd á lóðinni.Sveitastjóri sagði frá samráðsfundi með skólastjóra og formanni skólanefndar.Farið yfir málefni leikskólans.Rætt um brunavarnir, hreppsnefndin vísar til bókunar frá 22. maí 2006 varðandi skipulag slökkviliðs.Rætt um fyrirkomulag í Bátahöfninni.

2.. Aðalfundur SSA 21.-22. sept. á Vopnafirði
Steinn Eiríksson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Kristjana Björnsdóttir til vara.

3.. Borgarfjarðarvegur – framkvæmdir
Vegakaflinn 94-06 Borgarfjarðarvegur, Lagarfossvegur-Unaós er á vegaáætlun 2009 með 50 m.kr. Kaflinn 94-08 Borgarfjarðarvegur í Njarðvíkurskriðum með 20 m. kr. á næsta ári sem áætlað er að nýta til lagfæringa í Skriðunum.Á næsta ári er einnig áætlað að klæða út á axlir á veginum út að Bátahöfninniog fjölga útskotum á veginum.

4.. Skólahaldsáætlun grunnskóla
Í skólahaldsáætlun fyrir skólaárið 2007 til 2008 kemur framað kennslustundir á viku eru 100 á haustönn,á vorönn er gert ráð fyrir 104 kennslustundum kennt er í þremur deildum. 20 nemendur stunda nám við Grunnskóla Borgarfjaðar á skólaárinu tveir nemendur koma frá öðrum sveitafélögum. Sundkennsla fyrir 5. til 8. bekk fer fram á haustönn en 1. til 4. bekkur fer í sund á vorönn.

Fundi slitið kl: 19.10

Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?