Fara í efni

Hafnarmálaráð Seyðisfjarðar

15. fundur 04. september 2006

Árið 2006 mánudaginn 4. sept. kl. 17:00 kom hreppsnefnd saman til fundar á Hreppsstofu. Mætt Jakob, Steinn, Jóns Sigmar og Kristjana ,Ólafur mætti kl 17,10.

 

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Meðal efnis:
Drepið á fund með vegagerð og að útlit er fyrir að allar íbúðir hreppsins verði í útleigu í vetur. Málefni Kjarvalsstofu, sveitarotþrær sem nú eru að verða komnar niður, vilyrði frá RARIK um úrbætur á rafmagni að Bátahöfn á næsta ári og gerlamagn í neyrsluvatni. Oddviti færði sveitarstjórnarmönnum þakkir Magnúsar Þorsteinssonar fyrir gjöf sem hann afhenti Magnúsi fyrir hönd Borgarfjarðarhrepps sem þakklætisvott fyrir áratuga óeigingjarnt starf.

 

2. Hafnarmál:
Ákveðið að endurskoða gjaldskrá og hafnarreglur Borgarfjarðarhafnar. Bátaeigendum gefst kostur á að koma ábendingum og óskum á framfæri við hafnarstjóra.

3. Fundargerðir skólanefndar og jafnréttisnefndar:
Lagðar fram til kynningar.

4. Grunnskólamál:
a) Skólahaldsáætlun: Lögð fram áætlun um skólahaldið fyrir næsta skólaár, sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.
b) Skólamáltíðir: Kannaður verður áhugi á skólamáltíðum meðal foreldra barna í þorpinu.

5. Hafnarsambandsþing:
Steinn Eiríksson fulltrúi og Jakob Sigurðsson til vara

6. Mennigarráð Austurlands:
Fulltrúi á aðalfund Kristjana Björnsdóttir.

7. Náttúruverndaráætlun - friðlýsing:
Hreppsnefndin telur það í verkahring Umhverfisstofnunar að boða landeigendur og almenning til kynningarfundar um framkvæmd náttúruverndaáætlunar í Borgarfjarðarhreppi.

8. Byggðakvóti - staða:
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu sem og Jón Sigmar. Vanhæfi Ólafs samþykkt með 3 atkvæðum tveir sátu hjá. Hreppsnefndin taldi Jón Sigmar hæfan til að fjalla um málið. Fyrir tekið bréf frá Fiskverkun Kalla Sveins þar sem óskað er eftir að “fá að skila til baka” úthlutuðum byggðakvóta af Hjörleifi NS-26. Með vísan til 4. greinar úthlutunarreglna Borgarfjarðarhrepps um byggðakvóta er erindinu hafnað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00
UndirskriftirKristjana Björnsdóttir
Fundarritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?