Velferðarnefnd nr. 46 / 15.01.19
Fundur haldinn þriðjudaginn 15. janúar í fundarsal íþróttarhússins kl 17:00
Mættir á fundinn:
Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,
Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista,
Cecil Haraldsson, L-lista,
Elva Ásgeirsdóttir, D-lista,
Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,
Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð.
Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi, B-lista boðaði forföll og varamaður hennar komst ekki.
Mætt vegna liðar 1 : forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Kristín Klemensdóttir. Klukkan 17.
Mætt vegnar liðar 2 : forstöðumaður sundhallar, Guðrún Kjartansdóttir. Klukkan 17.30.
Fundarefni
1. Íþróttamiðstöð
Forstöðumaður segir frá fyrirhuguðum framkvæmdum í líkamsræktinni. Íþróttamiðstöðin fékk rúmar 2 milljónir króna vegna lekatjóns, sem varð þar fyrri hluta árs 2018. Fyrirhuguð er lokun vegna þessara framkvæmda í mars 2019, þ.e. þegar viðhaldsvinnu á Sundhöll er lokið.
„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með, löngu tímabærar, fyrirhugaðar framkvæmdir í líkamsræktinni.“
Umræður um teppin í íþróttasal. Formaður fylgir málinu eftir.
2. Sundhöll
Umræður um árlegt viðhald og Bö pottinn. Lokun er áætluð í febrúar.
„Velferðarnefnd ítrekar bókun sína frá 6. nóvember þar sem :“Velferðarnefnd leggur til að ástand rafmagnstöflu, gólfs í kringum sundlaug, plötur í lofti og skyggni við inngang verði metið og að gerð verði kostnaðaráætlun og leitað tilboða í viðgerðir þessara þátta” og óskar eftir skriflegu svari frá bæjarráði.“
Samþykkt að bjóða bæjarstjóra á næsta fund nefndarinnar.
3. Bréf frá bæjarbúa
Umræður um bréf frá bæjarbúa, þar sem þess er farið þess á leit að árskorthafar í Sundhöll fái frían aðgang að heitum pottum og gufubaði Íþróttamiðstöðvar á meðan Sundhöll er lokuð vegna viðhalds.
„Velferðarnefnd tekur undir með bréfritara og leggur til við bæjarráð að beiðnin verði samþykkt og taki gildi fyrir viðhaldslokun í febrúar 2019.“
4. Öldungaráð
Drög að erindisbréfi lögð fram. Mál áfram í vinnslu.
5. Heilsueflandi samfélag
Þjónustufulltrúi og verkefnastjóri HSAM segir frá fyrirhugaðri kynningu á verkefninu í bæjarstjórn, nefndum og með forstöðumönnum stofnanna í febrúar og mars.
Fundargerð á bls. 4.
Fundi slitið kl. 19.05.