Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

43. fundur 20. desember 2023 kl. 11:00 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
 • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
 • Þröstur Jónsson aðalmaður
 • Pétur Heimisson varamaður
 • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
 • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 202312252Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Endurnýjun á samningi um Náttúrustofu Austurlands 2023

Málsnúmer 202312251Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er endurnýjun á samningi um Náttúrustofu Austurlands. Á fundi stjórnar Náttúrustofu Austurlands, dags. 07.12.2023, var vakin athygli á því að samningur Fjarðabyggðar og Múlaþings við umhverfisráðuneytið varðandi rekstur Náttúrustofnunnar rennur út um áramót. Jafnframt liggur fyrir að ráðuneytið leggur til að gildandi samningur verði framlengdur til eins árs.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason og Pétur Heimisson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að gildandi samningur um Náttúrustofu Austurlands verði framlengdur til eins árs. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2023 - 2026.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir og Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir tillögu að viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2023 - 2026 vegna hækkunar á heimild til lántöku í Eignasjóði vegna snjóflóðavarna og nemur hækkun lántökuheimildar um 62 millj. kr. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir hér með að taka lán hjá Ofanflóðasjóði kt. 470394-2189 að höfuðstól allt að kr. 110.000.000 kr. í samræmi við skilmála lánasamninga Ofanflóðasjóðs lögum samkvæmt. Lánið er tekið til fjármögnunar á 10% hlut Múlaþings í framkvæmdum við snjóflóðavarnir á Seyðisfirði á árinu 2023. Jafnframt er Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess, f.h. Múlaþings, að undirrita lánssamning við Ofanflóðasjóð með fyrirvara um samþykki sjóðsins.

Samþytkkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?