Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

22. fundur 13. mars 2023 kl. 15:30 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Björg Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnús Gunnlaugsson aðalmaður
  • Hilmir Bjólfur Sigurjónsson aðalmaður
  • Páll Jónsson aðalmaður
  • Rebecca Lísbet Sharam formaður
  • Sonja Bríet Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Sóley Dagbjartsdóttir aðalmaður
  • Sævar Atli Sigurðarson aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Valgeir Már Gunnarsson aðalmaður
  • Karítas Mekkín Jónasdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála

1.Aðkoma ungmenna í Múlaþingi að BRAS hátíðinni 2023

Málsnúmer 202303087Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og kynnti fyrir ungmennaráði menningarhátíð barna- og ungmenna á Austurlandi, BRAS sem haldin hefur verið síðan 2018. Þemað í ár er "Hringurinn" og óskaði Halldóra eftir hugmyndum ráðsins um viðburði. Ungmennaráð mun taka málið aftur fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir - mæting: 15:30

2.Stefnumótun Fjölskylduráðs

Málsnúmer 202209140Vakta málsnúmer

Unnið er að fjölskyldustefnu Múlaþings undir stjórn Maríu Kristínar Gylfadóttur og Elínar Thorarensen frá North Consulting. María og Elín mættu á fundinn og kynntu fyrir ungmennaráði fyrirhugaða vinnu og mikilvægt hlutverk ráðsins við mótun stefnunnar.

Málið áfram í vinnslu.

Gestir

  • María Kristín Gylfadóttir - mæting: 16:00
  • Elín Thorarensen - mæting: 16:00

3.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Eyþór Stefánsson og fór yfir stöðu mála á framkvæmdum í Fjarðarborg.

Ungmennaráð þakkar Eyþóri fyrir greinargóðar upplýsingar.

Gestir

  • Eyþór Stefánsson - mæting: 17:00

4.Skólahreysti

Málsnúmer 202302060Vakta málsnúmer

Fyrir liggur áframhaldandi vinna við bréf til mótshaldara Skólahreystis, í samvinnu við ungmennaráð Fjarðarbyggðar. Stefnt er að því að senda bréfið fyrir lok vikunnar.

Í vinnslu.

5.Þjónusta sveitarfélaga 2022, könnun

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður könnunar Gallup varðandi þjónustu sveitarfélagsins 2022.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?