Fara í efni

Fyrsti fundur nýrrar Sveitarstjórnar Múlaþings

Mynd af Birni Ingimarssyni

Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings og gegnir einnig starfi hafnarstjóra Hafna Múlaþings.

Björn er með meistaragráðu í Þjóðhagfræði frá Gautaborgarháskóla. Hann hefur margra ára reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi í atvinnurekstri bæði hér á landi og erlendis en undanfarin ár hefur hann einkum starfað á vettvangi sveitarstjórnarmála.

Björn starfaði sem sveitarstjóri Þórshafnarhrepps árin 2001 – 2006, sem sveitarstjóri Langanesbyggðar árin 2006 – 2009, sem bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs frá því í júlí 2010 þar til í september 2020 og sem sveitarstjóri Múlaþings frá því í október 2020.

Björn er giftur Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur, förðunarfræðingi, og eiga þau sex börn.

Sveitarstjóri situr í eftirtöldum nefndum / stjórnum fyrir hönd sveitarfélagsins:

  • Stjórn Eignarhaldsfélags Brunabótarfélags Íslands
  • Stjórn Sveitarfélaga á köldum svæðum
  • Stjórn Vísindagarðsins ehf
  • Stjórn Ársala bs
  • Stjórn Brunavarna á Héraði bs
  • Almannavarnarnefnd Austurlands

 

Ráðningarsamningur sveitarstjóra

30.05.2022 Fréttir Tilkynningar frá bæjarstjóra

24. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum, 3. júní 2022 og hefst klukkan 13:00.

Dagskrá:

Erindi
1. 202205380 - Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir
2. 202205417 - Ráðningarsamningur sveitarstjóra
3. 202205418 - Fundatími sveitarstjórnar
4. 202205410 - Málefnasamningur meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings 2022 til 2026

 

Í umboði aldursforseta sveitarstjórnar
Björn Ingimarsson.

Fyrsti fundur nýrrar Sveitarstjórnar Múlaþings
Getum við bætt efni þessarar síðu?