Fara í efni

Ráðning fræðslustjóra Múlaþings

Mynd af Birni Ingimarssyni

Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings og gegnir einnig starfi hafnarstjóra Hafna Múlaþings.

Björn er með meistaragráðu í Þjóðhagfræði frá Gautaborgarháskóla. Hann hefur margra ára reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi í atvinnurekstri bæði hér á landi og erlendis en undanfarin ár hefur hann einkum starfað á vettvangi sveitarstjórnarmála.

Björn starfaði sem sveitarstjóri Þórshafnarhrepps árin 2001 – 2006, sem sveitarstjóri Langanesbyggðar árin 2006 – 2009, sem bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs frá því í júlí 2010 þar til í september 2020 og sem sveitarstjóri Múlaþings frá því í október 2020.

Björn er giftur Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur, förðunarfræðingi, og eiga þau sex börn.

Sveitarstjóri situr í eftirtöldum nefndum / stjórnum fyrir hönd sveitarfélagsins:

  • Stjórn Eignarhaldsfélags Brunabótarfélags Íslands
  • Stjórn Sveitarfélaga á köldum svæðum
  • Stjórn Vísindagarðsins ehf
  • Stjórn Ársala bs
  • Stjórn Brunavarna á Héraði bs
  • Almannavarnarnefnd Austurlands

 

Ráðningarsamningur sveitarstjóra

12.04.2022 Fréttir Tilkynningar frá bæjarstjóra

Ákveðið hefur verið að ráða Sigurbjörgu Hvönn Kristjánsdóttur í stöðu fræðslustjóra Múlaþings. Sigurbjörg hefur undanfarin ár hefur verið aðstoðarskólastjóri í Egilsstaðaskóla. Hún hefur auk kennaramenntunar lokið meistaranámi í stjórnun menntastofnana. 

Staða fræðslustjóra var auglýst og fjórar umsóknir bárust um starfið. Helga Guðmundsdóttir sem um langt ára bil hefur gegnt starfi fræðslustjóra lætur af störfum 1. júlí nk. 

Sigurbjörg er boðin velkomin til starfa en hún hefur störf 1. júní nk.

Ráðning fræðslustjóra Múlaþings
Getum við bætt efni þessarar síðu?