Fara í efni

Umsóknir um byggingarleyfi

Ferli umsóknar um byggingarleyfi skiptist í tvo megin þætti; samþykkt byggingaráforma og útgáfa byggingarleyfis. Óska þarf sérstaklega eftir því að málið fái aðeins afgreiðslu til samþykkis byggingaráforma. Sé það ekki gert fær málið sjálfkrafa þessar afgreiðslur samhliða. 

Sækja þarf um byggingarleyfi inn á mínum síðum. Í svari við umsókn um byggingarleyfi eru leiðbeiningar fyrir umsækjanda og mælst til þess að hann haldi því til haga og sjái til þess að öll gögn skili sér inn í samræmi við leiðbeiningar.

Óheimilt er að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa – líkt og fram kemur í 9. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

Skil á gögnum

Gögnum og staðfestingum sem þarf að skila í gegnum Mínar síður Múlaþings fyrir útgáfu byggingarleyfis:

Um skil á pappír:

Eftir jákvæða yfirferð byggingarfulltrúa á rafrænni útgáfu aðaluppdrátta og séruppdrátta skal þeim skilað inn í pappírsformi, árituðum í tvíriti. Þeir einir geta áritað aðal,- og séruppdrætti sem til þess hafa löggilt réttindi, svo sem arkitektar, byggingafræðingar, tæknifræðingar og verkfræðingar.

Sé uppdráttum skilað á pappír áður en þeir fá jákvæða yfirferð má gera ráð fyrir að þeim verði fargað og hönnuður beðin um að senda annað eintak að jákvæðri yfirferð lokinni. Uppdráttum skal skilað inn í stærð A2 eða A1 í samræmi við kafla 4.3 byggingarreglugerðar. 

Önnur gögn sem embætti getur farið fram á:

  • Staðfesting um innra eftirlit hönnunarstjóra.
  • Yfirlit hönnunarstjóra um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar (stærri verk).
  • Samþykki meðeiganda.
  • Lóðarblað, hæðar og mæliblað.

Afgreiðsla byggingarfulltúra

Eftir að fullnægjandi gögn hafa borist og fyrir liggur niðurstaða hvað varðar samræmi umsóknar við skipulag þá er málið skráð tilbúið til afgreiðslu. Þá er farið yfir hvort gögn umsóknar uppfylli öll viðeigandi ákvæði laga um mannvirki og byggingarreglugerðar. Leyfisveitandi hefur heimild til að leita umsagnar eftirlitsaðila eða ráðgjafa, s.s. slökkviliðs, heilbrigðiseftirlits, Vinnueftirlits ríkisins og Minjastofnun Íslands við yfirferð.

Að þessum forsendum uppfylltum sem og yfirferð gagnanna og staðfestingu á að þau uppfylli kröfur, fer embætti byggingarfulltrúa yfir gögnin og gefur síðan út formlegt byggingarleyfi og einungis þá getur framkvæmdin hafist.

Byggingarleyfi fellur úr gildi hafi byggingarframkvæmd ekki hafist innan 12 mánaða frá útgáfu þess.

Athugsemdir hönnunargagna

Ef gerðar eru athugasemdir við fyrirliggjandi gögn eru athugasemdir sendar hönnuði og umsækjanda með tölvupósti. Verði leyfisveitandi var við að hönnuðir skili ítrekað ófullnægjandi eða röngum hönnunargögnum ber honum að skrá málsatvik og feril málsins í gagnasafn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Leyfisveitanda ber að tilkynna Húsnæðis- og mannvirkjastofnun formlega um slík brot með gögnum málsins að veittum andmælarétti hönnuðar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skal tilkynna viðkomandi hönnuði um skráninguna og gefa honum færi á að gera athugasemdir. Rukkað er fyrir ítrekaðar yfirferðir uppdrátta í samræmi við gildandi gjaldskrá.

Umsókn hafnað

Ef umsókn er hafnað fær umsækjandi bréf með rökstuðningi fyrir afgreiðslunni. Hann getur þá annaðhvort gert viðeigandi lagfæringar á gögnum og sent inn að nýju, óskað eftir endurupptöku með rökstuðningi eða kært ákvörðun byggingarfulltrúa til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Síðast uppfært 29. október 2021
Getum við bætt efni þessarar síðu?