Fara í efni

10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings

09.02.2024 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti endurskoðaða húsnæðisáætlun til næstu 10 ára á fundi sínum þann 17. janúar síðastliðinn. Áætlunin er unnin í samræmi við reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga frá 2018.

Hlutverk húsnæðisáætlana er að draga fram mynd af stöðu húsnæðismála í sveitarfélögum, greina framboð og eftirspurn og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf til lengri og skemmri tíma. Megin markmiðið er að stuðla að auknu húsnæðisöryggi.

Í áætluninni er farið yfir:

  • Mannfjöldaspá og lýsingu á atvinnuástandi eftir kjörnum sveitarfélagsins, áætlaða íbúðaþörf eftir búsetuformum og markmið sveitarfélagsins varðandi uppbyggingu.
  • Þá er gerð grein fyrir þjónustu og innviðum á borð við skóla og hjúkrunarrými.
  • Einnig er ljósi varpað á áætlanir um skipulag lóða og svæða til næstu ára og stöðu þeirra í skipulagsferlinu.
  • Að lokum eru markmið sveitarfélagsins í lóðamálum listuð auk íbúða í byggingu.

Hægt er að sjá húsnæðisáætlun Múlaþings 2024 hér

10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings
Getum við bætt efni þessarar síðu?