Fara í efni

72 milljóna króna styrkur

02.09.2021 Fréttir Egilsstaðir

ACT IN_OUT nýtt alþjóðlegt menningar og rannsóknarverkefni, sem Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs á aðild að, hlaut nýverið um 72 milljóna króna styrk (449,00 evrur) úr EEA sjóðnum.

EEA- Norway styrkirnir eru fjármagnaðir af Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Styrkirnir hafa þau tvö markmið – að stuðla að meira jafnræði og jafnrétti í Evrópu bæði félags og fjárhagslega – og að styrkja samskipti og samstarf milli Íslands, Noregs, Lichtenstein og ríkjanna 15 sem njóta styrkjanna.

 

Verkefnið Act in_out er samstarfsverkefni lista og menningarmiðstöðvarinnar Fabryka Sztuki í Lodz, Póllandi, MMF / Sláturhús á Egilsstöðum sem stýrir verkefninu á Íslandi og sviðslistahópsins Carte Blanche í Bergen, Noregi.

Megin áherslur verkefnisins eru gestadvöl og tónleikahald íslensks listafólks í Póllandi og pólskra listamanna á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 3 íslenskir listamenn fari fyrir okkar hönd til Póllands í þriggja vikna gestadvöl og að við tökum á móti sama fjölda. Að auki verða skipulagðar tónleikaferðir þar sem að fjöldi listafólks tekur þátt víðsvegar um Ísland og Pólland.

Í tengslum við verkefnið verður haldin ráðstefna menningarstjórnenda og fræðafólks frá Póllandi, Íslandi og Noregi og einnig verður gefið út sameiginlegt bókverk um sögu, samfélag og listafólk sem að tengist Lodz, Fabryka Sztuki, Sláturhúsinu og Austurlandi.

72 milljóna króna styrkur
Getum við bætt efni þessarar síðu?