Fara í efni

Ábending vegna fuglaflensu

30.08.2022 Fréttir

Undanfarið hefur borið á tilkynningum um dauða eða hálfdauða fugla í sveitarfélaginu.
Það hefur mikið upplýsingagildi fyrir Matvælastofnun að fá slíka tilkynningu en starfsmenn Matvælastofnunar fara yfir allar ábendingar og meta hvort taka skuli sýni eða ekki vegna fuglaflensu. Matið byggist meðal annars á því um hvaða fuglategund er að ræða og hvar fuglinn finnst. Ekki er hægt að taka sýni úr öllum fuglum sem finnast en mikilvægt er samt fyrir Matvælastofnun að fá tilkynningar. Haft er samband ef þörf er á frekari upplýsingum.

Venjulega er hræið látið liggja á fundarstaðnum, hvort sem sýni verða tekin eða ekki. Sé æskilegt að hræið verði fjarlægt, til dæmis ef það liggur í nærumhverfi manna, er rétt fyrir finnendur að setja sig í samband við viðkomandi sveitarfélag eða fjarlægja hræin sjálfir samkvæmt leiðbeiningum á upplýsingasíðu Matvælastofnunar. Um veika, villta fugla skal tilkynna til viðkomandi sveitarfélags, sem samkvæmt lögum um velferð dýra, er skylt að sjá til þess að fuglinum sé komið til hjálpar eða hann aflífaður á mannúðlegan hátt.

Ábending vegna fuglaflensu
Getum við bætt efni þessarar síðu?