Fara í efni

Aðgengisfulltrúi tekur til starfa hjá Múlaþingi

14.01.2022 Fréttir

Ríki og sveitarfélög hafa tekið höndum saman um að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk í opinberum byggingum, almenningssamgöngum, útivistarsvæðum og almenningsgörðum svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir stórauknum stuðningi jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar verða í aðgengismálum fatlaðs fólks.

Múlaþing hefur ráðið tímabundið til starfa aðgengisfulltrúa sem sér til þess að gerðar séu úttektir á aðgengi, þ.e. á þjónustu og starfsemi viðkomandi aðila í víðum skilningi. Leiði úttekt í ljós að úrbóta sé þörf hlutast aðgengisfulltrúi til um að gerðar séu tímasettar áætlanir um úrbætur. Aðgengisfulltrúi Múlaþings er Fanney Sigurðardóttir.

 

Sjá nánari upplýsingar um verkefnið

Aðgengisfulltrúi tekur til starfa hjá Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?