Fara í efni

Aðventan í Sláturhúsinu

04.12.2025 Fréttir

Það er ýmislegt á döfinni á aðventunni í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og þessi tími árs vel til þess fallinn að kúpla sig aðeins út og njóta menningar.

Þann 3. desember opnaði jólasýning Sláturhússins og mun hún standa til 23. desemeber. Á sýningunni má finna ýmiskonar verk og eru þau af ólíkum stærðum og gerðum. Listafólkið að baki sýningarinnar er frá Austurlandi. Hægt er að slá tvær flugur í einu höggu með viðkomu á sýningunni þar sem verkin eru ekki einungis til þess gerð að horfa á þau heldur má festa kaup á þeim líka. Því er tilvalið að finna eitthvað sniðugt í pakkann um leið og hún heimsótt. Hægt verður að koma á sýninguna á hefðbundnum opnunartíma Sláturhússins sem og á kvöldopnanir, sem verða auglýstar síðar.

Næsta laugardag, 6. desmeber klukkan 14:00 – 16:00, verður svo Connected by food í Sláturhúsinu. Viðburðurinn verður haldinn í þriðja sinn og nú með jólaívafi. Markmiðið með viðburðinum er að tengja fólk saman í gegnum mat og kynna það fyrir ólíkri matarmenningu. Planið er að skapa notalegt andúmsloft og fylla huga og hjörtu gesta af jólaandanum. Smákökulykt og yndæl jólatónlist fylla vit gesta á meðan þeir njóta dýrindis kræsinga og kynna sér mat frá ólíkum löndum.

Þann 22. nóvember opnaði svo sýningin Mjúkar mælingar eftir Slemu Hreggviðsdóttir og mun hún standa til 20. febrúar. Á sýningunni má finna blýantsteikningar, lágmyndir af þyrildýrum unnar í leir, álskúlptúrar, ásamt verkinu “Leitin að litbrigðum” en það eru 63 handgerðar leirflísar. Verkin byggja á samtölum við íbúa umhverfis Lagarfljótið og tengsl þeirra við fljótið og nágvífi þess.

,,Þessi samtöl varpa ljósi á fegurðina, tengslin og litinn sem þau misstu úr lífi sínu við þær breytingar sem urðu á Lagarfljóti í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar. Lagarfljótið og umhverfi þess mynduðu fyrir virkjun landslagsheild, sem einkenndist af ákveðnum fyrirbærum, hughrifum og fagurferðilegum eiginleikum sem fagurferðilegt gildi hennar fólst í.“ Segir meðal annars í sýningartextanum sem Guðbjörg R. Jóhannesdóttir skrifar.

Aðventan í Sláturhúsinu
Getum við bætt efni þessarar síðu?