Fara í efni

Aflétting rýmingar

25.01.2021 Fréttir Aurskriður á Seyðisfirði

Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á þeim húsum undir Múla sem lentu á milli skriðutauma þegar stóra skriðan féll 18. desember síðastliðinn. Forsendur sem settar voru fyrir afléttingu voru tvíþættar:

1. Könnun á því hvort breyting á landslagi vegna stóru skriðunnar hafi breytt náttúrlegum vörnum gegn skriðuföllum og að minnka áhættu á frekari skriðuföllum með því varnargörðum. Könnun hefur leitt í ljós að enn er fyrir hendi náttúruleg vörn í landslagi og vinna við bráðavarnagarða er lokið.

2. Húsin voru innlyksa á milli tveggja skriðutauma og þar þurfti að vinna að hreinsun til þess að tryggja aðkomu að húsunum og minnka áhættu vegna umferðar á svæðinu. Síðustu vikur hefur hreinsun gengið vel og nú er aðgengi að húsunum talin ásættanleg. Enn er þó hreinsunarvinna í gangi og eru allir hvattir til þess að sýna aðgát þegar farið er um svæðið.

Að auki er ekki talin yfirvofandi skriðuhætta þegar litið er til skamms tíma, en búast má við rýmingum í öryggisskyni ef veðurskilyrði verða óhagstæð.

Aflétting rýmingar
Getum við bætt efni þessarar síðu?