Fara í efni

Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag

19.11.2020 Fréttir

Í dag, 19. nóvember er alþjóðlegi klósettdagurinn.

Við eigum öll okkar þátt í mengun í vatni og sjó og því er það í okkar höndum að draga úr henni. Það á aðeins þrennt að fara í klósettið: Piss, kúkur og klósettpappír. Klósettið er enginn staður fyrir eyrnapinna, bómullarhnoðra, blautklúta, smokka og annað rusl. Þessir hlutir eiga að enda í ruslatunnunni. Auðvitað er svo besta lausnin að nota sem minnst af einnota hreinlætisvörum.

Myndband í tilefni dagsins

Úrgangur í fráveitu er vandamál um allan heim – líka hjá okkur! Auk þess að valda skaða á umhverfinu og rekstri fráveitukerfa, verður sveitarfélagið fyrir miklum kostnaði þegar hreinsa þarf dælur og farga úrgangi sem berst í fráveitukerfin. Það erum jú við sem greiðum fyrir þjónustu við fráveiturnar – því meiri úrgangur, því meiri hreinsun þarf með tilheyrandi kostnaði. Þegar álag er mikið aukast einnig líkur á bilunum í búnaði þannig að skólp fer óhreinsað út í sjó og ferskvatn, sem getur valdið hættu bæði fyrir menn og dýr. Þá hafa húslagnir einnig stíflast vegna blautklúta, en þá lendir kostnaður við úrbætur sem og óþægindi á íbúum og eigendum. Við verðum endilega að hjálpast að við að breyta þeirri hugsun að klósettið sé ruslafata.

Worldtoiletday

Mynd fengin af vef.
Mynd fengin af vef.
Getum við bætt efni þessarar síðu?