Fara í efni

Appelsínugul viðvörun í kortunum

06.02.2023 Fréttir Tilkynningar

Viðvaranir halda áfram að hrella landann og á morgun, þriðjudag á að skella á vonskuveður. 

"Sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir."  

Segir á vedur.is og betra er að halda sig innandyra á meðan á dynur.  Veðrið gengur þó hratt yfir og á að lægja um miðjan dag. 

Appelsínugul viðvörun í kortunum
Getum við bætt efni þessarar síðu?