Fara í efni

Áramót í Múlaþingi

30.12.2020 Fréttir

Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur öllum áramótabrennum verið aflýst í Múlaþingi.
Flugeldasýningar í samstarfi við Björgunarsveitir verða haldnar á Djúpavogi og á Egilsstöðum. Vegna samkomutakmarkana eru íbúar vinsamlegast beðnir um að njóta þeirra að heiman eða úr bílum sínum, safnast ekki saman í stórum hópum og virða fjarlægðartakmörk.

Flugeldasýningar verða sem hér segir:

Djúpivogur

Flugeldasýning verður frá Bóndavörðu og hefst kl. 17:00

Egilsstaðir

Flugeldasýning verður frá flugvallarafleggjara og hefst kl. 17:00

Seyðisfjörður

Fyrirhuguð flugeldasýning sem átti að vera á Seyðisfirði hefur verið aflýst. Samverustund verður frá Lóninu kl.21.00 þar sem íbúar koma saman, kveikja á kertum, njóta kyrrðar og syngja saman. Þeir sem eiga ekki heimangegnt geta kveikt á kerti heima hjá sér. Einnig má deila myndum á samfélagsmiðlum undir #ljósfyrir710
Hægt verður að kaupa friðarkerti til styrktar Ísólfs (1500 kr fyrir tvö kerti) á staðnum.

Áramót í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?