Fara í efni

Árleg ormahreinsun hunda og katta í Múlaþingi

12.10.2023 Fréttir Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Árleg ormahreinsun hunda og katta í Múlaþingi verður sem hér segir:

Egilsstaðir:

Kettir: 31. október klukkan 17:00 – 19:30

Hundar: 2. nóvember klukkan 17:00 – 19:30

Seyðisfjörður:

Kettir: 25. október klukkan 15:00 – 16:00

Hundar: 25. október klukkan 16:00 – 17:00

Djúpivogur:

Hundar og kettir: 26. október klukkan 12:00 – 14:00

Allir eigendur hunda og katta eru hvattir til að mæta með dýr sín í þessa ormahreinsun sem fer fram í þjónustumiðstöð hvers byggðakjarna.

Hundaeigendur eru sérstaklega hvattir til að mæta þar sem vöðvasullur hefur greinst á austurlandi en hundar geta smitast af honum og eru einnig smitberar. Dýralæknir á staðnum getur veitt frekari upplýsingar um vöðvasull og hvernig megi verjast honum.

Ef þessi tímasetning hentar ekki þarf að panta tíma hjá dýralækni og láta senda staðfestingu á umhverfisfulltrui@mulathing.is um að ormahreinsun hafi farið fram.

Árleg ormahreinsun hunda og katta í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?