Fara í efni

Ársreikningur Múlaþings fyrir árið 2022

15.03.2023 Fréttir

Ársreikningur Múlaþings fyrir árið 2022 lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Múlaþings þann 15. mars 2023 samþykktur og áritaður af byggðaráði og sveitarstjóra. Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og er áætlað að seinni umræða fari fram miðvikudaginn 12. apríl 2023.

Helstu niðurstöður

Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, fjármagnsliði og tekjuskatt (EBITDA) í samstæðureikning Múlaþings var jákvæð um 1.197 millj. kr. á árinu 2022 eða um 14% í hlutfalli af rekstartekjum. Hjá A hluta nam EBITDA 359 millj. kr. á árinu 2022 eða um 4,9% í hlutfalli af rekstartekjum.

Fjármagnsgjöld námu 849 millj. kr. í samstæðu A og B hluta en samanlögð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 470 millj. kr. Fjármagnsgjöld A hluta námu 671 millj. kr. en samanlögð fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir 329 millj. kr.

Rekstrarafkoma Múlaþings árið 2022 var neikvæð um 76 millj. kr. samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 65 millj. kr. rekstrarafgangi. Rekstarafkoma A hluta var neikvæð um 548 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 202 millj. kr. rekstarhalla.

Lakari rekstarniðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir skýrist að mestu af neikvæðri þróun á verðbólgu á árinu 2022.

Veltufé frá rekstri nam 1.037 millj. kr. á árinu 2022 í samstæðu A- og B hluta eða 12,1% sem hlutfall af rekstartekjum. Veltufé frá rekstri í A hluta nam 307 millj. kr. eða 4,2% sem hlutfall af rekstartekjum.

Eigið fé var jákvætt í árslok 2022 um 2.772 millj. í samstæðu A- og B hluta að teknu tilliti til hlutdeildar minnihluta. Eigið fé A hluta var jákvætt um 799 millj. kr. í árslok 2022.

Skuldir og skuldbindingar samstæðu A- og B hluta námu í árslok 2022 um 12.397 millj. kr. og hækka um 1.489 millj. kr. frá árinu 2021. Skuldaviðmið skv. reglugerð um fjárhagsleg viðmið fyrir samstæðureikning A og B hluta er 109% í árslok 2022.

Hjá Múlaþingi var það metið svo að ein samrekstrareining falli undir breytingu á reglugerð 1212/2015 sem tók gildi 2021 þar sem gert er að færa, inn í samantekin reikningsskil, hlutdeild í byggðasamlögum sem falla undir ábyrgð sveitarfélags. Hjá Múlaþingi er það Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) sem fellur undir þetta ákvæði og fært þannig í ársreikningi 2022, samanburðarfjárhæðir hafa verið endurgerðar til samræmis.

Nánari upplýsingar veita Björn Ingimarsson, sveitarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri.

Ársreikningur Múlaþings fyrir árið 2022

Ársreikningur  Múlaþings fyrir árið 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?