Múlaþing auglýsir til leigu aðstöðu og rekstur á tjaldsvæðinu á Borgarfirði eystra, til þriggja ára, með möguleika á framlengingu um eitt ár í senn tvisvar sinnum. Gert er ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni eins og hún er og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins og umhirðu, ásamt markaðssetningu þess.
Þeir sem hafa áhuga á að gera tilboð í leigu á tjaldsvæðinu geta óskað eftir útboðsgögnum rafrænt frá og með þriðjudeginum 20. janúar 2026 með því að senda póst á netfangið alda.kristinsdottir@mulathing.is.
Veittur er fyrirspurnarfrestur til klukkan 12:00 mánudaginn 16. febrúar 2026. Öllum fyrirspurnum verður svarað skriflega til þeirra sem hafa tekið útboðsgögn.
Tilboðsfrestur er til kl. 12:00 mánudaginn 23. febrúar 2026.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Múlaþings á Borgarfirði kl. 13:00 fimmtudaginn 26. febrúar 2026 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Tilboð skulu send á netfangið mulathing@mulathing.is eða á aðalskrifstofu sveitarfélagsins, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir – merkt vegna tjaldsvæðis á Borgarfirði.
Nánari upplýsingar gefur Alda Marín Kristinsdóttir í síma 4700700 eða á netfanginu alda.kristinsdottir@mulathing.is.
Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum. Öllum tilboðum verður svarað skriflega eftir að ákvörðun byggðaráðs Múlaþings liggur fyrir.
Við mat tilboða mun einkum verða tekið tillit til:
- Leiguverðs
- Reynslu tilboðsgjafa af rekstri
- Þjónustuhæfni og hugmynda um framkvæmd verkefnisins
- Staðgóðrar þekkingar á svæðinu og sérstöðu þess í ferðaþjónustu
Þar sem ekki er annað tekið fram gilda innkaupareglur Múlaþings um þetta útboð.
Ekki er greitt fyrir þátttöku í þessu útboði.