Fara í efni

Auglýsing um útboð á rekstri tjaldsvæðisins á Seyðisfirði

Múlaþing auglýsir til leigu aðstöðu og rekstur á tjaldsvæðinu á Seyðisfirði til ársloka 2022, með möguleika á framlengingu.

Gert er ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins, innheimtu afnotagjalda og umhirðu, ásamt markaðssetningu þess. Rekstur skal hefjast eigi síðar en 1. maí 2022.

Lögð er áhersla á að tilboðsgjafar hafi reynslu af rekstri og þekkingu á ferðaþjónustu.

Tilboðsfrestur er til kl. 12:00, 31 janúar 2022 en þá verða tilboð opnuð á skrifstofu Múlaþings að Lyngási 12, Egilsstöðum að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Þeir sem hafa áhuga á að gera tilboð í leigu tjaldsvæðisins og aðstöðu geta óskað eftir útboðsgögnum rafrænt hjá adalheidur.borgthorsdottir@mulathing.iseftir kl. 10:00 þann 10. janúar 2022.

Veittur er fyrirspurnarfrestur til kl. 12:00 25. janúar 2022.

Tilboð skulu send rafrænt á netfangið adalheidur.borgthorsdottir@mulathing.is

 

Nánari upplýsingar gefur Aðalheiður Borgþórsdóttir, á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 4-700-754 eða á netfang adalheidur.borgthorsdottir@mulathing.is

Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum. Öllum tilboðum verður svarað skriflega eftir að ákvörðun Múlaþings liggur fyrir.


Getum við bætt efni þessarar síðu?