Fara í efni

Aurskriður á Seyðisfirði og covid 19

17.12.2020 Fréttir

Í ljósi atburða á Seyðisfirði beinir aðgerðastjórn tilmælum til þeirra sem þurfa starfs sín vegna eða af öðrum nauðsynlegum ástæðum, um að gæta að sér í hvívetna, huga að grímunotkun, tveggja metra fjarlægð, handþvotti og sprittnotkun.

Hvatt er til þess að viðkomandi gefi sig fram við vettvangsstjórn í húsakynnum björgunarsveitarinnar Ísólfs að Hafnargötu 17 og fái leiðbeiningar og mögulega fylgd um svæðið tengist koma og vera viðkomandi aurskriðunum sem féllu á þriðjudag.

Gerum þetta saman sem fyrr.

Aurskriður á Seyðisfirði og covid 19
Getum við bætt efni þessarar síðu?