Fara í efni

Aurskriður á Seyðisfirði - rýming húsa - hættustig

16.12.2020 Fréttir

Samkvæmt veðurspá dagsins verður úrkomulítið á Seyðisfirði í dag en bætir svo í með kvöldinu og talsverðri rigningu spáð á morgun. Þeir íbúar sem hug hafa á að sækja nauðsynjar í hús sín á rýmingarsvæði, kanna ástand og eftir atvikum gera ráðstafanir, eru hvattir til að gefa sig fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Þar verða frekari upplýsingar veittar og aðstoð við að fara inn á rýmingarsvæðið.

Með hliðsjón af veðurspá er gert er ráð fyrir að rýming verði áfram fram á morgundaginn að minnsta kosti. Staðan er þó metin reglulega. Næsta tilkynning lögreglu er fyrirhuguð um klukkan 17:00 í dag.

Aurskriður á Seyðisfirði - rýming húsa - hættustig
Getum við bætt efni þessarar síðu?