Fara í efni

Aurskriður á Seyðisfirði - tryggingar

16.12.2020 Fréttir

Allar húseignir eru vátryggðar gegn beinu tjóni af völdum skriðufalla og einnig innbú og lausafé, ef það er brunatryggt. Skilgreining á skriðufalli er “þegar skriða úr fjalli eða hlíð fellur skyndilega á vátryggðar eignir með þeim afleiðingum að þær skemmast eða eyðileggjast”.

Aurflóðin sem urðu á Seyðisfirði í gær 2020, teljast því til náttúruhamfara samkvæmt lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.

Vatnsflóð sem orðið hafa samfara skriðuföllunum teljast einnig til vátryggðra tjóna hjá NTÍ ef ár eða lækir sem renna að staðaldri flæða skyndilega yfir bakka sína og valda skemmdum eða eyðileggingu á vátryggðum eignum. Hins vegar teljast flóð vegna úrkomu og leysingavatns ekki til vatnsflóða sem vátryggð eru hjá NTÍ. Slík tjón fást mögulega bætt hjá almennu vátryggingarfélögunum ef fyrir hendi er sérstök vátrygging gagnvart tjóni af völdum skýfalls eða asahláku.

Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir bótaskyldu tjóni hjá NTÍ af völdum aurflóða eða vatnsflóða ættu að tilkynna það strax á heimasíðunni www.nti.is. Eigin áhætta vátryggðs er 2% af hverju tjóni, en þó að lágmarki kr. 200.000 vegna tjóns á innbúum og lausafé en kr. 400.000 vegna húseigna. Fulltrúar NTÍ verða á Seyðisfirði föstudaginn 18. desember nk. ef aðstæður leyfa. Þeir sem vilja bóka viðtal vinsamlegast hafið samband í síma 575-3300.

Ef aðstoðar er þörf geta vátryggðir leitað leiðbeininga og aðstoðar hjá starfsfólki NTÍ, í gegnum spjallglugga á heimasíðu NTÍ, netfangið nti@nti.is eða í síma 575-3300.

Sjá nánar á heimasíðu Náttúruhamfaratrygginga Íslands hér.

Ljósmynd : Unnar Jósepsson.
Getum við bætt efni þessarar síðu?