Fara í efni

Aurskriður á Seyðisfirði - Verið er að kanna stöðugleika ofan við rýmd hús á Seyðisfirði

21.12.2020 Fréttir

Enn er verið að kanna og meta stöðugleika ofan við rýmd hús á Seyðisfirði auk þess sem unnið er að lagfæringu innviða. Á meðan sú vinna er í gangi þykir ekki óhætt að aflétta frekari rýmingu. Mat á rýmingarþörf er hinsvegar stöðugt í gangi. Næstu tilkynninga er að vænta milli klukkan 14 og 15 í dag.

Þeir íbúar á rýmingarsvæðum sem hug hafa á að líta eftir húsum sínum í dag vegna verðmætabjörgunar eða til að ná þar í nauðsynjar, eru beðnir um að gefa sig fram við vettvangsstjórn á Seyðisfirði og fá leiðbeiningar og fylgd inn á rýmingarsvæði. Þær götur sem þar um ræðir eru Múlavegur, Botnahlíð, Brattahlíð, Túngata, Miðtún, Baugsvegur, Brekkuvegur, Austurvegur frá 22 til 40B, Hafnargata 2A, Brúarleira, Lónsleira. Hús við aðrar götur á rýmingarsvæði eru enn lokuð og ekki hægt að komast í þau að sinni.

Minnt er á íbúafund í dag kl. fjögur. Hann verður sendur út rafrænt á fésbókarsíðu Múlaþings. Íbúar sem eiga heimangengt eru hvattir til að mæta.

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður
Getum við bætt efni þessarar síðu?