Fara í efni

Barnahittingur í Herðubreið

19.05.2023 Fréttir Seyðisfjörður

Börnum á Seyðisfirði sem fæddust á árunum 2018 - 2022 var boðið til samveru í Herðubreið á Uppstigningardag. Uppátækið heppnaðist afar vel og var nánast full mæting. Sú skemmtilega hefð hefur verið viðhöfð um árabil á Seyðisfirði að bæjarstjóri ásamt starfsmanni skrifstofu heimsæki öll nýfædd börn á Seyðisfirði og leysi þau út með fallegri gjöf. Hefðin datt niður á tímabili vegna covid og sameiningar en það var orðið tímabært að vekja hana upp að nýju.

Börnunum sem mættu með foreldrum sínum er þakkað kærlega fyrir komuna.

Barnahittingur í Herðubreið
Getum við bætt efni þessarar síðu?