Fara í efni

Barnasmiðja á LungA

06.07.2022 Fréttir Seyðisfjörður

Krakkaveldi, í samvinnu við Múlaþing og LungA, stendur fyrir vinnusmiðju fyrir 7-12 ára börn undir yfirskriftinni BarnaBærinn dagana 12.-15. júlí.

BarnaBærinn er sviðslistasmiðja leidd af listakonunum Hrefnu Lind og Salvöru Gullbrá þar sem þær spyrja spurningarinnar: ,,Hvað ef börn tækju yfir Seyðisfjörð?"

Markmið smiðjunnar er að nota aðferðir sviðslista til að búa saman til Seyðisfjarðarbæ þar sem krakkar ráða öllu í stað fullorðinna. Krakkarnir fá verkfæri og rými til að búa til sitt eigið draumasamfélag. Í lok smiðjunnar verða hugmyndirnar kynntar fyrir almenningi.

Skráning fer fram á fristund.vala.is.

Frekari upplýsingar gefur Dagný Erla á dagny.erla.omarsdottir@mulathing.is

Barnasmiðja á LungA
Getum við bætt efni þessarar síðu?