Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Seyðisfjarðar, ofanflóðavarnir undir Bjólfshlíðum

27.05.2021 Fréttir Skipulag í auglýsingu

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann 14.apríl 2021 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030. Breytingin er auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur í sér byggingu þriggja varnargarða undir Bjólfshlíðum með nýtingarmöguleikum fyrir útivistarsvæði. Breytingin felur jafnframt í sér skilgreiningu á efnistökusvæði í tengslum við uppbyggingu varnargarða, afmörkun skógræktar- og landgræðslusvæðis, breytingu á jafnáhættulínum vegna ofanflóða og skilgreiningu afþreyingar- og ferðamannasvæðis fyrir húsbíla.

Greinagerð og uppdrátt er hægt að nálgast hér á heimasíðunni og jafnframt á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og Hafnargötu 4, Seyðisfirði.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 9.júlí 2021.

Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings.

Tillaga að breytingu á uppdrætti
Tillaga að breytingu á uppdrætti
Getum við bætt efni þessarar síðu?