Fara í efni

Breyting á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar, Vesturvegur 4

Tillaga að breyttu skipulagi
Tillaga að breyttu skipulagi

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann 9.júní 2021 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030. Breytingin er auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur í sér breytingu á landnotkun á lóð Vesturvegar 4, úr íbúðarsvæði með hverfisvernd yfir í blandaða landnotkun íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu með hverfisvernd. Með breytingu á landnotkun verður minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu heimil á svæðinu. Stærð svæðisins er innan við 0,1 ha.

Hægt er að nálgast skipulagstillöguna hér á heimasíðunni og á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og Hafnargötu 44, Seyðisfirði. Tillagan mun jafnframt liggja frammi hjá Skipulagsstofnun á auglýsingatíma hennar..

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 20.ágúst 2021.

Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings.

 


Getum við bætt efni þessarar síðu?