Fara í efni

Breyting á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar, Vesturvegur 4

08.07.2021 Fréttir Skipulag í auglýsingu

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann 9.júní 2021 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030. Breytingin er auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur í sér breytingu á landnotkun á lóð Vesturvegar 4, úr íbúðarsvæði með hverfisvernd yfir í blandaða landnotkun íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu með hverfisvernd. Með breytingu á landnotkun verður minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu heimil á svæðinu. Stærð svæðisins er innan við 0,1 ha.

Hægt er að nálgast skipulagstillöguna hér á heimasíðunni og á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og Hafnargötu 44, Seyðisfirði. Tillagan mun jafnframt liggja frammi hjá Skipulagsstofnun á auglýsingatíma hennar..

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 20.ágúst 2021.

Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings.

 

Tillaga að breyttu skipulagi
Tillaga að breyttu skipulagi
Getum við bætt efni þessarar síðu?