Fara í efni

Breyttur opnunartími á skrifstofum sveitarfélagsins

08.01.2021 Fréttir

Opnunartími skrifstofa Múlaþings breytist frá og með 1. janúar 2021 og er það í samræmi við samkomulag starfsfólks, sem staðfest hefur verið af sveitarstjórn, um styttingu vinnuvikunnar sem samið var um við gerð síðustu kjarasamninga. Samkvæmt því loka skrifstofur sveitarfélagsins framvegis kl. 13.30 á föstudögum. Skrifstofurnar verða því opnar sem hér segir:

Skrifstofan Borgarfirði eystra

Opið virka daga kl. 8.00 til 17.00 nema föstudaga kl. 8.00 til 13.30.

Lokað í hádeginu.

Skrifstofan Djúpavogi

Opið mánu- og miðvikudaga kl. 13.00 – 15.00 og föstudaga kl. 13.00 – 13.30.

Skrifstofan Egilsstöðum

Opið virka daga kl. 8.00 – 15.45 nema föstudaga kl. 8.00 – 13.30.

Skrifstofan Seyðisfirði

Opið virka daga kl. 10.00 – 14.00 nema föstudaga kl. 10.00 – 13.30.

Breyttur opnunartími á skrifstofum sveitarfélagsins
Getum við bætt efni þessarar síðu?