Fara í efni

Breyttur opnunartími skrifstofunnar á Djúpavogi

Frá og með mánudeginum 2. maí verður skrifstofa Múlaþings á Djúpavogi opin alla virka daga vikunnar, en undanfarin misseri hefur skrifstofan verið opin þrjá daga í viku.

Opnunartíminn verður því framvegis eftirfarandi: Mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 10.00 til 12.00 og frá 13.00 til 15.00 og föstudaga frá klukkan 10.00 til 12.00.


Getum við bætt efni þessarar síðu?