Fara í efni

Byggingarteikningar aðgengilegar í kortasjá

12.08.2022 Fréttir

Á umhverfis- og framkvæmdasviði hefur í sumar verið lögð mikil áhersla á úrvinnslu teikninga og gagna frá sameinuðu sveitarfélögunum fjórum sem mynda Múlaþing.

Sumarstarfsmaður var ráðinn í það verkefni að fara í gegnum allar eldri byggingarteikningar, skanna inn og skrá í kortasjá Múlaþings. Komið er að þeim ánægjulega tímapunkti að hægt er að tilkynna að nánast allar teikningar frá Fljótsdalshéraði og Djúpavogshreppi eru nú aðgengilegar íbúum. Áfram verður unnið að skráningu teikninga frá Borgarfjarðarhreppi og Seyðisfjarðarkaupstað og þær einnig birtar á kortasjánni. Allar nýjar teikningar eru sem fyrr færðar inn í gagnagrunn kortasjár jafn óðum og úrvinnslu þeirra er lokið.

Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs þakka Hólmfríði Sigurbjörnsdóttur kærlega fyrir gott samstarf í sumar og vel unnin störf í þessu mikilvæga verkefni.

Teikningarnar geta íbúar nálgast sem fyrr segir í kortasjá Múlaþings sem er aðgengileg á forsíðu heimasíðu sveitarfélagsins.

Til að nálgast teikningar er smellt á rauðan hring yfir viðkomandi byggingu
Til að nálgast teikningar er smellt á rauðan hring yfir viðkomandi byggingu
Getum við bætt efni þessarar síðu?