Fara í efni

Utanhúsfrágangur á Herðubreið - íbúakönnun

Félagsheimilið Herðubreið
Félagsheimilið Herðubreið

Múlaþing áformar að fara í lagfæringar á ytra byrði félagsheimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði. Á íbúafundi í gær, þar sem kynntar voru tillögur að utanhússklæðningu, var lofað íbúakönnun. Könnunina má finna hér að neðan, ásamt kynningunni sem var kynnt á íbúafundinum í gær.

Könnunin verður opin í tvo sólarhringa, eða frá klukkan 12 í dag miðvikudag til klukkan 12 næst komandi föstudag 26. nóvember. Íbúar eru hvattir til að taka þátt könnuninni.

Kynning má finna hér

Könnun má finna hér


Var efnið á síðunni hjálplegt?