Fara í efni

Utanhúsfrágangur á Herðubreið - íbúakönnun

Félagsheimilið Herðubreið
Félagsheimilið Herðubreið

Múlaþing áformar að fara í lagfæringar á ytra byrði félagsheimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði. Á íbúafundi í gær, þar sem kynntar voru tillögur að utanhússklæðningu, var lofað íbúakönnun. Könnunina má finna hér að neðan, ásamt kynningunni sem var kynnt á íbúafundinum í gær.

Könnunin verður opin í tvo sólarhringa, eða frá klukkan 12 í dag miðvikudag til klukkan 12 næst komandi föstudag 26. nóvember. Íbúar eru hvattir til að taka þátt könnuninni.

Kynning má finna hér

Könnun má finna hér


Getum við bætt efni þessarar síðu?