Fara í efni

Cittaslow sunnudagurinn

29.09.2023 Tilkynningar Djúpivogur

Dagskrá í tilefni Cittaslow sunnudagsins sem frestað var um síðustu helgi verður núna á sunnudaginn.

Sunnudagur 1. október:

10:00-17:00 Vinnudagur í Hálsaskógi. Íbúar eru hvattir til að mæta á svæðið og hjálpa til við tiltekt og stígagerð. Margar hendur vinna létt verk.

12:00-13:00 Kvenfélagið reiðir fram kjötsúpu. Fólk þarf að mæta með eigin skálar og skeiðar.

15:00-17:00 Dagskrá fyrir börn víðsvegar um skógræktina

  • Bátasmíði
  • Steinaskreytingar
  • Óróagerð
  • Tálgun

17:00-18:00 Varðeldur í skóginum í umsjón Björgunarsveitarinnar Báru.

Eigum saman góðan dag.

Cittaslow sunnudagurinn
Getum við bætt efni þessarar síðu?